Hjartalag

Hjartalag var formlega stofnað í maí 2013 en saga þess hófst mun fyrr. Í kringum 2009 byrjaði Hulda Ólafsdóttir að semja texta og ljóð sem hún fyrst um sinn geymdi bara í bókum en fljótlega vildi hún deila þeim víðar og prófaði að setja þau á strigamyndir. Þeim var vel tekið og var því næsta skref að færa þau á tækifæriskort.

Hulda hefur hannað undir nafni Hjartalags undanfarin ár bætt við ýmiskonar hönnunar- og gjafavörur með ljóðum, gullkornum og jákvæðum textum sem hún semur. Hulda sækir innblástur í eigið líf sem og samtíðarfólks síns sem hún nýtir á kærleiksríkan og uppbyggilegan hátt, bæði fyrir sig og aðra.

Huldu langar að gefa fólki innsýn í þann hugarheim sem hún er að fást við í dag og er hönnun síðastliðinna ára órjúfanlegur partur af því ferli. Það sem gerðist í gær eða fyrir tíu árum hefur áhrif á það sem við erum og gerum í dag en er síbreytilegt frá degi til dags og alltaf fæðist eitthvað nýtt sem fæðir af sér enn eitt nýtt.

Vörur Hjartalags eru af ýmsum toga sem allar eiga þó sameiginlegan tilgang, að ylja fólki um hjartarætur. Hjörtu, kerti og kort með ljóðum til að sýna kærleika eða samúð, gleði og vonir. Bækur og gullkornakort, teppi úr lífrænni bómull, bakkar, bretti og margt fleira. Hulda