Petit Jour Paris

Var stofnað 1977 og er það frábært Franskt vörumerki en upphaflega var þeirra aðaláhersla innflutningur borðspila og ungbarnaleikfanga. Síðan þá hefur Thomas Lettmann og hans fólk lagt áherslu á eigin þróun barnavara með áherslu á vinsælar fígúrur úr barnabókum svo sem Moomin, Barbapapa og Paddington ásamt fleyri vinsælum fígúrum. Við hjá Blómabúð Akureyrar höfum samið við Petit Jour Paris með beinan innflutning til Akureyrar á þessum 3 línum borðbúnaðar fyrir börn en þessi borðbúnaður er hannaður til að börn sýni matmálstímum meiri áhuga.

Vörur Petit Jour eru unnar úr gæða Melamin plasti sem gerir þær einstaklega endingagóðar og sterkar(ekki óbrjótanlegt) og innihalda þær ekki plastefnin BPA eða Phthalates og meiga fara í uppþvottavél og örbylgjuofn.